George W. Bush, Bandaríkjaforseti, fylgdi gamalli hefð í þarlendri stjórnsýslu í dag þegar hann náðaði tvo kalkúna, sem ella hefðu lent á diskum í þakkargjörðardagsveislum á morgun. Það eru kalkúnarnir Flyer og Fryer, sem eiga Bush líf sitt að launa að þessu sinni en þeir voru fluttir í Hvíta húsið frá kalkúnabúi í Missouri.
„Mér er ánægja að tilkynna, að... þeir eiga báðir langa lífdaga fyrir höndum," sagði Bush.