Eyþór Arnalds gefur höfundarrétt af lagi

„Hvernig get ég hafnað því, sem þú hefur gefið mér...“ …
„Hvernig get ég hafnað því, sem þú hefur gefið mér...“ segir í texta lagsins sem Eyþór gaf stúlkunum í 2. flokki Umf. Selfoss Sunnlenska fréttablaðið

Eyþór Arnalds, tónlistamaður og bæjarfulltrúi í Árborg, hefur gefið knattspyrnustúlkunum í 2. flokki hjá Umf. Selfoss höfundarrétt af laginu „Nú er dagurinn" en lagið er að finna á nýrri plötu Todmobile. Íþróttafélagið mun fá allar tekjur af laginu og í samtali við Sunnlenska fréttablaðið sagðist Magnús Kjartansson, framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda, telja að aldrei fyrr hafi íslenskur tónlistamaður afsalað sér höfundarrétti með sambærilegum hætti.

Í frétt á sudurland.is kemur fram að Eyþór var fyrstur til að gefa í söfnun sýslumannsins á Selfossi vegna kaups á fíkniefnaleitarhundi en hann gaf þá 50 þúsund krónur. Að þessu sinni vill hann koma af stað fjársöfnun til styrktar knattspyrnustúlkum í Árborg en tekjur af laginu geta orðið umtalsverðar nái það vinsældum. „Í hvert sinn sem lagið verður spilað í útvarpi munu stúlkurnar fá þóknun í gegnum stefgjöldin. Ég skora á aðra, jafnt tónlistarmenn, lækna og pípara að leggja stúlkunum lið með einum eða öðrum hætti,“ segir Eyþór.

Eyþór er bæði höfundur texta og lags en hann segir textann hafa verið saminn að morgni dags í Hreiðurborg; heimili bæjarfulltrúans í nágrenni Selfoss.

Eyþór færði stúlkunum lagið að gjöf síðastliðinn mánudag og það er því þegar farið að afla þeim tekna. Svo verður einnig áfram því íþróttafélagið mun fá allar tekjur af laginu á meðan höfundurinn lifir - og í 70 ár að honum gengnum.

„Að ánafna algjörlega höfundarréttinum, þannig að íþróttafélagið fari með öll réttindi og fái allar tekjur af laginu, hefur ekki áður verið gert á Íslandi svo ég viti til,“ segir Magnús Kjartansson.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson