Söngleikurinn Dreamgirls, kvikmyndin United 93 um flugvél sem hrapaði til jarðar 11. september 2001, og gamanmyndin Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan, voru meðal þeirra 10 kvikmynda, sem bandaríska kvikmyndaakademían hefur valið sem bestu myndir ársins 2006.
Myndunum 10 er ekki raðað en þær voru valdar af nefnd 13 kvikmyndagerðarmanna, gagnrýnenda, fræðimanna og stuðningsaðila akademíunnar. Önnur nefnd valdi 10 bestu sjónvarpsþætti ársins.
Kvikmyndirnar, sem valdar voru, eru auk ofangreindra mynda: Babel, The Devil Wears Prada, Half Nelson, Happy Feet, Inside Man, Letters From Iwo Jima og Little Miss Sunshine.
Bestu sjónvarpsþættirnir að mati akademíunnar eru Battlestar Galactica, Dexter, Elizabeth I, Friday Night Lights, Heroes, The Office, South Park, 24, The West Wing og The Wire.