Sögusagnir eru nú á kreiki um það að þriggja ára sambandi söngvarans Justin Timberlake og kvikmyndaleikkonunnar Cameron Diaz sé lokið en þau munu ekki hafa haldið upp á jólin saman að þessu sinni. Þetta kemur fram á fréttavef Ananova.
Mun Cam hafa verið í Colorado um jólin en Justin í Memphis þar sem hann á að hafa sagt við ónefndan vegfaranda sem spurði um leikkonuna. „Ég og Camerom. Það er búið með okkur.”
Fjölmiðlafulltrúar stjarnanna hafa ekki viljað tjá sig um málið en Justin mætti einn síns liðs til frumsýningar myndar sinnar Alpha Dog í Los Angeles í gærkvöldi.