Framleiðendur bandarísku sjónvarpsþáttanna „The O.C.“ hafa staðfest að gerð þáttanna verði hætt að loknu fjórða sýningatímabilinu.
Þættirnir, sem fjalla um auðuga unglinga í Los Angeles, hafa m.a. verið sýndir hér á landi.
Josh Schwartz, höfundur þáttanna, segir fjórða tímabilið hafa verið það besta hingað til, og því sé rétt að hætta á toppnum.
Þættirnir slógu í gegn þegar þeir voru fyrst sýndir 2003 og voru áhorfendur um tíu milljónir þegar best lét. Undanfarið hefur áhorfið dregist verulega saman og farið niður í þrjár milljónir.
Svo virtist sem áhorfendur hafi misst áhugann þegar ein aðalpersónan, Marissa Cooper, sem Mischa Barton lék, dó í lokaþætti þriðja sýningatímabilsins.