Mestu heimskupör ársins 2006 verðlaunuð

Charles Darwin.
Charles Darwin.

Búið er að tilkynna vinningshafa í árlegri keppni um Darwin-verðlaunin svonefndu en þau eru veitt þeim, sem taldir eru hafa framið mestu heimskupörin á nýliðnu ári. Verðlaunahafar eru valdir í anda þróunarkenningar Darwins, sem gerir ráð fyrir því að þeir hæfustu lifi af. Þess vegna eru verðlaunin jafnan veitt fólki sem hefur með eigin heimskupörum séð til þess að erfðavísar þeirra berist ekki til næstu kynslóða.

Meðal sigurvegaranna nú er Brasilíumaður nokkur, sem reyndi að opna sprengju með því að aka bíl yfir hana nokkrum sinnum. Þessi aðferð dugði ekki og hann sótti þá sleggju og barði á sprengjuna. Nú gekk betur, sprengjan sprakk og lagði bílskúr Brasilíumannsins í rúst og eyðilagði 6 bíla í nágrenninu. Brasilíumaðurinn lifði þetta ekki af.

Ekki fór betur fyrir manni nokkrum í Belís, sem var að leika sér með flugdreka. Í stað venjulegs snæris festi maðurinn koparþráð í flugdrekann. Koparþráðurinn lenti á háspennulínu og þar með lauk þeirri flugferð. Það fylgir sögunni, að viðkomandi maður hafi verið rafvirki.

Tveir 21 árs gamlir Bandaríkjamenn þóttu einnig koma til greina. Þeir tróðu sér inn í stóran loftbelg, fullan af helíumi. Síðustu orð ungu mannanna voru sögð með málrómi Andrésar andar en skömmu síðar létust þeir af súrefnisskorti.

Prestur í Libreville í Gabon hélt því fram við söfnuð sinn, að hægt væri að ganga á vatni ef trúin væri nógu sterk. Eftir að hafa haldið þessu fram í innblásnum predikunum vildi presturinn sanna mál sitt, og lagði af stað gangandi yfir á nokkra. Presturinn kunni hins vegar ekki að synda og andlegur kraftur hans reyndist ekki vera nægur til að bæta það upp.

Sextugur Breti leitaði sér lækninga vegna húðsjúkdóms og á sjúkrahúsinu var hann smurður með kremi. Honum var sagt, að kremið væri eldfimt og því mætti hann alls ekki reykja því lítill neisti gæti kveikt í kreminu.

Það var bannað að reykja inni í sjúkrahúsinu en maðurinn varð brátt aðframkominn af reykleysi. Hann laumaðist því út á pall, sem tengdist brunastiga og kveikti sér í sígarettu. Allt gekk vel þar til hann kastaði sígarettunni á pallgólfið. Á leiðinni niður snerti stubburinn náttbuxnaskálm mannsins og þar sem nokkuð af kreminu hafði farið á náttbuxurnar stóð maðurinn brátt í björtu báli. Hann lést síðar af völdum brunasáranna.

Heimasíða Darwin-verðlaunanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson