Mestu heimskupör ársins 2006 verðlaunuð

Charles Darwin.
Charles Darwin.

Búið er að til­kynna vinn­ings­hafa í ár­legri keppni um Darw­in-verðlaun­in svo­nefndu en þau eru veitt þeim, sem tald­ir eru hafa framið mestu heimskupör­in á nýliðnu ári. Verðlauna­haf­ar eru vald­ir í anda þró­un­ar­kenn­ing­ar Darw­ins, sem ger­ir ráð fyr­ir því að þeir hæf­ustu lifi af. Þess vegna eru verðlaun­in jafn­an veitt fólki sem hef­ur með eig­in heimskupör­um séð til þess að erfðavís­ar þeirra ber­ist ekki til næstu kyn­slóða.

Meðal sig­ur­veg­ar­anna nú er Bras­il­íumaður nokk­ur, sem reyndi að opna sprengju með því að aka bíl yfir hana nokkr­um sinn­um. Þessi aðferð dugði ekki og hann sótti þá sleggju og barði á sprengj­una. Nú gekk bet­ur, sprengj­an sprakk og lagði bíl­skúr Bras­il­íu­manns­ins í rúst og eyðilagði 6 bíla í ná­grenn­inu. Bras­il­íumaður­inn lifði þetta ekki af.

Ekki fór bet­ur fyr­ir manni nokkr­um í Belís, sem var að leika sér með flugdreka. Í stað venju­legs snær­is festi maður­inn kop­arþráð í flugdrek­ann. Kop­arþráður­inn lenti á há­spennu­línu og þar með lauk þeirri flug­ferð. Það fylg­ir sög­unni, að viðkom­andi maður hafi verið raf­virki.

Tveir 21 árs gaml­ir Banda­ríkja­menn þóttu einnig koma til greina. Þeir tróðu sér inn í stór­an loft­belg, full­an af hel­íumi. Síðustu orð ungu mann­anna voru sögð með mál­rómi Andrés­ar and­ar en skömmu síðar lét­ust þeir af súr­efn­is­skorti.

Prest­ur í Li­breville í Ga­bon hélt því fram við söfnuð sinn, að hægt væri að ganga á vatni ef trú­in væri nógu sterk. Eft­ir að hafa haldið þessu fram í inn­blásn­um pre­dik­un­um vildi prest­ur­inn sanna mál sitt, og lagði af stað gang­andi yfir á nokkra. Prest­ur­inn kunni hins veg­ar ekki að synda og and­leg­ur kraft­ur hans reynd­ist ekki vera næg­ur til að bæta það upp.

Sex­tug­ur Breti leitaði sér lækn­inga vegna húðsjúk­dóms og á sjúkra­hús­inu var hann smurður með kremi. Hon­um var sagt, að kremið væri eld­fimt og því mætti hann alls ekki reykja því lít­ill neisti gæti kveikt í krem­inu.

Það var bannað að reykja inni í sjúkra­hús­inu en maður­inn varð brátt aðfram­kom­inn af reyk­leysi. Hann laumaðist því út á pall, sem tengd­ist bruna­stiga og kveikti sér í síga­rettu. Allt gekk vel þar til hann kastaði síga­rett­unni á pall­gólfið. Á leiðinni niður snerti stubbur­inn nátt­buxna­skálm manns­ins og þar sem nokkuð af krem­inu hafði farið á nátt­bux­urn­ar stóð maður­inn brátt í björtu báli. Hann lést síðar af völd­um bruna­sár­anna.

Heimasíða Darw­in-verðlaun­anna

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þá er komið að því að láta langþráðan draum rætast. Ef einhvern tímann er ástæða til að fara varlega með peningana, þá er það í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þá er komið að því að láta langþráðan draum rætast. Ef einhvern tímann er ástæða til að fara varlega með peningana, þá er það í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant