Með þykkan skráp

Magni Ásgeirsson á balli.
Magni Ásgeirsson á balli. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is

Fyrstu tónleikarnir eru á þriðjudaginn eftir viku, en Magni fer út um helgina. "Þetta verða einhverjar sex til sjö vikur, þetta er ótrúlega þétt dagskrá," segir hann. „Við byrjum í Flórída, sem mér lýst mjög vel á, svo held ég að við færum okkur upp austurströndina, verðum með einhverja þrenna tónleika í Kanada, og færum okkur svo niður vesturströndina."

Sótti um stöðu gítarleikara

„Þetta eru auðvitað bestu hljóðfæraleikarar sem ég hef unnið með þannig að þótt ég geti bara fengið að standa við hliðina á þeim og spila þá er mér alveg sama," segir Magni, sem er ekkert á þeim buxunum að slá í gegn í Bandaríkjunum. „Þetta er miklu meira bara upp á heiðurinn. Ég er ekki að fara til Bandaríkjanna til þess að meika það," segir Magni sem snýr aftur í mars og einbeitir sér þá að sinni gömlu sveit, Á móti sól. „Ég held að Á móti sól sé bara farin að velta því fyrir sér hvar hún ætli að spila um páskana. Það er náttúrulega hljómsveitin mín, hún er númer eitt."

Blæs á kjaftasögur

„Svo framarlega sem mín nánasta fjölskylda og vinir vita sannleikann þá er mér eiginlega alveg skítsama hvað einhverjar einmana húsmæður úti í bæ eru að slúðra um. Fyrsta reglan ef maður ætlar að verða eitthvað þekktur eða frægur, eða hvað sem maður vill kalla það, er að vita að það þýðir ekkert að berjast við kjaftasögur, það gerir hlutina bara helmingi verri," segir hann. „Þegar þetta er farið að særa þá sem eru í kringum mann þá fer þetta að verða dálítið pirrandi. Sjálfur er ég með þykkan skráp þannig að mér er slétt sama hvað er sagt um mig," segir Magni, og tekur dæmi af nýlegu atviki. „Ég stóð og spjallaði við konu frænda míns á Sólon í 20 mínútur, hún er eins og litla systir mín. Sökum hávaða þurfti ég að tala alveg upp í eyrað á henni. Á Barnalandi daginn eftir stóð að ég hefði verið með einhverri stelpu á Sólon. Þetta er svona einfalt," segir Magni að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar