Sumir aðdáenda skoska „sjarmörsins“ Ewan McGregor munu eflaust verða fyrir vonbrigðum með þá yfirlýsingu leikarans að hann sé orðinn of gamall til þess að fletta af sér klæðum fyrir framan myndavélarnar.
McGregor hefur oftar en einu sinni klætt sig úr hverri spjör í þágu listarinnar. Í kvikmyndinni Trainspotting er eflaust ein þekktasta nektarsena McGregors. Hann segist nokkrum sinnum hafa náð að blekkja myndavélina, en þess gerist þó ekki þörf lengur.
„Ég hef uppgötvað leiðir svo svindla megi á öldrunarferlinu. Ég hef rakað á mér bringuna vegna þess því hárin gera mig ellilegan,“ sagði McGregor í viðtali við Radio One á Bretlandi.
Leikarinn segir hinsvegar að nektardagarnir séu að baki, og að þetta sé gert með áhorfendurna í huga. „Ég gæti varið fólk frá því að horfa á mitt gamla hold í myndum í framtíðinni,“ segir hann.