Bandaríska söngkonan Britney Spears og eiginamaður hennar Kevin Federline eru nú sögð hafa komist að bráðabirgðasamkomulagi um umgengni Federline við syni þeirra en Spears, sem sótti nýlega um skilnað frá Federline, og Federline hafa bæði farið fram á að fá forræði yfir drengjunum.
Drengirnir Sean Preston, sem er rúmlega ársgamall, og Jayden James, sem er fjögurra mánaða, búa hjá móður sinni en samkvæmt samkomulaginu getur Federline heimsótt þá þrisvar í viku bí fjóra klukkutíma í senn. Britney, barnfóstra drengjanna, persónulegur aðstoðarmaður Britney og aðrir starfsmenn hennar munu þó hafa aðgang að drengjunum á meðan heimsóknir föður þeirra standa yfir.
Britney, sem hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir skemmtanalíf sitt að undanförnu birti nýlega bréf til aðdáenda sinna á heimasíðu sinni britneyspears.com. Þar segir m.a. „Ég veit að ég er alls ekki fullkomin en ég vil að þið vitið að ég elska aðdáendur mín mjög mikið og að ég kann að meta allt það sem þeir hafa gert fyrir mig. Síðustu ár hafa verið mjög þroskandi fyrir mig og nú þegar ég hef haft tíma til að vera ég sjálf hefur mér gefist tækifæri til að segjast niður og íhuga hvert ég vil stefna sem skemmtikraftur. Ég hef þroskast mikið og mér finnst ég loksins vera frjáls. Ég hef lagt mjög hart að mér við vinnslu nýju plötunnar minnar og get ekki beðið eftir að leyfa ykkur öllum að heyra hana og að fara í tónleikaferðalag.”