Eyrnalokkur sem talið er að hafa verið í eigu söng- og leikkonunnar Marlene Dietrich fannst við uppgröft í skemmtigarði í Bretlandi. Dietrich týndi eyrnalokknum þegar hún tók „dýfu" í rússibana í garðinum árið 1934. Margt annað fannst þegar unnið var að uppgreftri í skemmtigarðinum.
Garðurinn er í Blackpool en unnið er að framkvæmdum á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá garðinum hefur eyrnalokkurinn verið borin saman við myndir af eyrnalokknum sem söngkonan glataði í rússibanareiðinni um árið og virðist sem um sama lokk sé að ræða.
Dietrich kom í garðinn í boði framkvæmdastjóra hans, Leonard Thompson, og hafði heimsókn hennar mikil áhrif til hins betra á aðsókn að garðinum enda var hún á hátindi frægðarinnar á þessu tíma.
Auk eyrnalokksins fundust þrjú sett af fölskum tönnum, glerauga, óhrjáleg hárkolla og brjóstahaldari við uppgröftinn.