Bandaríska leikkonan Darlene Conley látin 72ja ára að aldri

Darlene Conley er mörgum Íslendingum betur kunnug sem tískudrottingin Sally …
Darlene Conley er mörgum Íslendingum betur kunnug sem tískudrottingin Sally Spectra úr þáttunum The Bold and The Beautiful. AP

Bandaríska leikkonan Darlene Conley, sem er mörgum Íslendingum góðu kunn fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni The Bold and The Beautiful, er látinn 72ja ára að aldri.

Hún var tvisvar sinnum tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir hlutverk sitt sem tískudrottningin Sally Spectra í þáttunum.

Conley lék einnig í kvikmyndunum The Birds og Valley of the Dolls. Þá lék hún í The Mary Tyler Moore Show, Murder, Sher Wrote og í lögguþáttunum Cagney and Lacey.

Fjölmiðlafulltrúi hennar segir að banamein hennar hafi verið magakrabbamein, en hún lést á heimili sínu í Los Angeles.

Hann bætti því við að hún hafi greinst fyrir þremur mánuðum síðan og að framleiðendur sjónvarpsþáttanna hefðu ekki verið búnir að ákveða hver endanleg örlög hennar persónu hennar myndu verða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav