Líkt og þegar ásatrúin forna var endurvakin hér á landi hefur hópur Grikkja nú endurvakið trúna á Seif og Appolló og aðra forna þarlenda guði. Á síðasta ári fékk trúfélagið opinbera viðurkenningu, grísk-kaþólsku kirkjunni til skapraunar, og um helgina fékkst leyfi fyrir athöfn á Akrópólishæð í fyrsta skipti.