Tom Cruise er „Kristur“ Vísindakirkjunnar

„Hinn útvaldi“
„Hinn útvaldi“ Reuters

Leiðtog­ar sér­trú­ar­söfnuðar­ins Vís­inda­kirkj­unn­ar segja leik­ar­ann Tom Cruise vera „hinn út­valda“ er út­breiða muni fagnaðar­er­indi kirkj­unn­ar.

Dav­id Misca­vige, sem er hátt sett­ur inn­an Vís­inda­kirkj­unn­ar, er sann­færður um að í framtíðinni verði Cruise til­beðinn líkt og Jesú um víða ver­öld og taka að sér hlut­verk spá­manns kirkj­unn­ar.

Heim­ildamaður sem þekk­ir Cruise vel sagði við bresk blaðið The Sun: „Tom hef­ur verið tjáð að hann sé einskon­ar Krist­ur Vís­inda­kirkj­unn­ar. Líkt og Krist­ur hef­ur hann verið gagn­rýnd­ur fyr­ir viðhorf sín. En kom­andi kyn­slóðir munu átta sig á því að hann hafði rétt fyr­ir sér, al­veg eins og Jesú.“

Cruise er einn af æðstu mönn­um Vís­inda­kirkj­unn­ar, en hann gekk í hana um miðjan ní­unda ára­tug­inn og eig­in­kona hans, Katie Hol­mes, hef­ur einnig snú­ist til vís­inda­trú­ar.

Það var banda­rísk­ir vís­inda­skáld­sagna­höf­und­ur­inn L. Ron Hubb­ard sem stofnaði Vís­inda­kirkj­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú grípur til aðgerða, sérstaklega sem kosta einhver fjárútlát. Slappaðu af og njóttu þess sem þú hefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú grípur til aðgerða, sérstaklega sem kosta einhver fjárútlát. Slappaðu af og njóttu þess sem þú hefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir