Eva Longoria segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hún ætli að hætta að leika í Aðþrengdum eiginkonum eftir að þriðju þáttaröðinni lýkur.
Eva segir í viðtali við breska tímaritið Arena: „Það kemur ekki til greina, við erum með samning til næstu sjö ára. Það getur margt gerst þegar samið er til tíu ára ... Marcia er gift og eignaðist barn, Nicollette er trúlofuð ... og ég ætla að giftast. En þetta verða athyglisverð tíu ár.“
RÚV byrjar sýningar á þriðju þáttaröðinni 1. febrúar.