Með stinnan lim í viku

Græneðlan Mozart hefur verið með stinnan getnaðarlim í rúma viku, og hafa dýralæknar nú ákveðið að skera liminn af.

Það kemur þó væntanlega ekki að sök fyrir Mozart, því að hann og aðrar karlkyns græneðlur hafa tvo getnaðarlimi.

Mozart á heima í Belgíu. Læknar hafa reynt með öllum ráðum að draga úr reisn hans, en komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri annars úrkosti en skera liminn af þar sem hætta er á að sýking komist í hann.

Mozart virtist lítið láta fregnirnar á sig fá þar sem hann sat hróðugur á öxl eiganda síns með rauðan og þrútinn liminn út í loftið.

„Þetta skiptir hann engu. Hann veit ekki hvað aflimun er,“ sagði dýralæknirinn Luc Lambrecht, og bætti því við að kynlífið hjá Mozart yrði jafn fjörugt sem fyrr. „Það er allt í höfðinu á honum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir