Eiginkona Berlusconis krefur hann um opinbera afsökunarbeiðni

Berlusconi sést mjög sjaldan með eiginkonuna sér við hlið
Berlusconi sést mjög sjaldan með eiginkonuna sér við hlið Reuters

Eiginkona Silvio Berlusconis, Veronica Lario, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur krafið eiginmanninn um opinbera afsökunarbeiðni vegna ummæla hans um aðra konu opinberlega.

Veronica Lario ritaði opið bréf sem var birt í dagblaðinu La Repubblica, sem þykir fremur til vinstri, í dag. Þar kvartar hún yfir hegðun eiginmannsins, sem hún segir að hafi eyðilagt sæmd hennar sem konu.

Í síðustu viku voru höfð ummæli eftir Berlusconi þar sem hann segir við konu sem kom fram ísjónvarpsþætti á einni af sjónvarpsstöðvum í eigu Berlusconi að ef hann væri ekki kvæntur þá myndi hann kvænast henni á stundinni. „Með þér færi ég hvert sem er," bætti Berlusconi við þegar hann talaði við aðra konu í þættinum.

„Ég tel að þessi ummæli eyðileggi ímynd mína sem konu," segir í bréfi Lario. „Því kref ég eiginmann minn og opinberu persónuna að biðja mig afsökunar opinberlega þar sem ég hef ekki fengið hana persónulega," að því er segir í bréfinu.

Berlusconi hefur ekki svarað bréfinu né beðið eiginkonuna afsökunar opinberlega. Þau hjónin sjást mjög sjaldan saman, samkvæmt því sem ítalskir fjölmiðlar segja. Mjög lítið bar á henni á fimm ára valdatíð Berlusconi sem forsætisráðherra. Hins vegar hefur hún í einstaka tilvikum greint opinberlega frá skoðunum sínum sem ekki eru alltaf í takt við skoðanir Berlusconi. Til að mynda í málefnum Íraks.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg