Ungar konur í Peking í Kína kjósa margar hverjar óvenjulegar leiðir til þess að halda sér í formi og sækja nú margar námskeið í súludansi í súludansskóla Luo Lan. Slíkur dans er þó ekki vel séður í sveitum landsins. Nemendur í súludansskólanum bera honum vel söguna og segja þetta fyrirtaks líkamsrækt.