Olsen-bræður og ICY í Höllinni

Olsenbræður.
Olsenbræður.

Það má með sanni segja að þema kvölds­ins hafi verið tekið alla leið á árs­hátíð Kaupþings sem fram fór á laug­ar­dags­kvöldið. Þemað var Evr­óvi­sjón og kom hver Evr­óvi­sjón-far­inn á fæt­ur öðrum fram og skemmti þeim tæp­lega 2.000 manns sem sam­an­komn­ir voru í Laug­ar­dals­höll­inni.

Fyrst­ur á svið steig sjálf­ur Eiki Hauks – rauðhærður að því er gest­um sýnd­ist – og tók „Valent­ine Lost" við mik­inn fögnuð viðstaddra. Selma var næst á sviðið og söng „If I had your love" en síðar um kvöldið flutti hún svo að sjálf­sögðu „All Out of Luck". Páll Óskar kom næst­ur með „Minn hinsti dans".

Allt brjálað

Það ætlaði hins veg­ar fyrst allt um koll að keyra þegar ICY-tríóið, með þeim Ei­ríki Hauks­syni, Pálma Gunn­ars­syni og Helgu Möller, flutti hinn eina sanna „Gleðibanka" frá 1986. Var mál manna að Eiki Hauks væri ekki sá eini af þre­menn­ing­un­um sem ætti er­indi í keppn­ina eft­ir öll þessi ár.

Marg­fald­ir Evr­óvi­sjón-kynn­ar, Sig­mar Guðmunds­son og Logi Berg­mann Eiðsson, kynntu atriði kvölds­ins til sög­unn­ar og Páll Óskar spilaði Evr­óvi­sjón-lög fram eft­ir nóttu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvernig getur þú bætt samband þitt við foreldra og fólk í áhrifastöðum? Mundu að það er aldrei til góðs að taka ráð annarra í sínar hendur án umhugsunar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Torill Thorup
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvernig getur þú bætt samband þitt við foreldra og fólk í áhrifastöðum? Mundu að það er aldrei til góðs að taka ráð annarra í sínar hendur án umhugsunar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Torill Thorup
5
Jón­ína Leós­dótt­ir