Jethro Tull til Íslands í september

Ian Anderson.
Ian Anderson.

Breska hljómsveitin Jethro Tull er væntanleg til Íslands í haust og kemur fram á tvennum tónleikum í Háskólabíói, 14. og 15. september. Sveitin hefur áður haldið tónleika hér á landi, árið 1992 á Akranesi, og Ian Anderson, forsprakki Jethro Tull, kom til Íslands og hélt tónleika á síðasta ári.

Birgir Daníel Birgisson undirritaði nú í vikunni samninga um tónleika Jethro Tull við umboðsmenn hljómsveitarinnar fyrir hönd Performer ehf.

Hljómsveitin var stofnuð árið 1968 og í henni eru ennþá tveir af frumherjunum: Ian Anderson, söngvari, flautuleikari og gítarleikari og Martin Barre gítarleikari. Jethro Tull hefur gefið út alls 30 plötur og diska, sem selst hafa í yfir 60 milljónum eintaka. Tónleikarnir eru alls orðnir yfir 2.500 talsins í um 40 löndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir