Leita að „alvöru mönnum“ á ástarsögurnar

„Alvöru mennirnir“ fóru úr að ofan og settu upp kúrekahatt …
„Alvöru mennirnir“ fóru úr að ofan og settu upp kúrekahatt áður en myndirnar voru teknar. Reuters

Harlequin bókaútgáfan í Kanada, sem er stærsti útgefandi rómantískra ástarsagna í heiminum, leitar nú að „alvöru mönnum“ til að sitja fyrir á myndum á kápur bókanna í stað hefðbundinna módela. Telja forráðamenn útgáfunnar að alvöru menn geti höfðað betur til lesenda en atvinnumódelin.

„Við erum að leita að mönnum sem eru ekki hefðbundnar fyrirsætur en hafa skurðgoðsútlitið sem konur eru svo hrifnar af - kynþokkafullir, næmir, fallegir og í góðu formi,“ sagði talskona Harlequin, Marleah Stout, þegar um 200 „alvöru menn“ mættu myndatöku um helgina.

„Við viljum fá raunverulega menn ... einmitt það sem maður ímyndar sér þegar maður lætur sig dreyma um hinn fullkomna mann,“ sagði Stout.

Harlequin seldi 131 milljón bóka í 94 löndum á síðasta ári. Áætlað er að þriðja hver bandarísk kona hafi lesið að minnsta kosti eina af bókum útgáfunnar.

Hingað til hafa módelskrifstofur séð útgáfunni fyrir mönnum á forsíður bókanna, en lesendur - sem langflestir eru konur, að meðaltali 42 ára - hafa kvartað yfir því að fíngerðu ungu mennirnir á bókarkápunum séu ekki í samræmi við lýsingarnar á söguhetjunum á síðum bókanna.

Einn þeirra sem sat fyrir á myndum um helgina, Carlos Troccoli, sagði: „Mér skilst að lesendurnir séu aðallega konur í leit að flóttaleið úr sambandinu sem þær eru í. Ég get aðstoðað þær við það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kraftaverk geta vel orðið í peningamálum ef þú hefur trú, áætlun og fjármálasnilling þér til fulltingis. Sanngirni er sanngirni, burtséð frá tilefninu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kraftaverk geta vel orðið í peningamálum ef þú hefur trú, áætlun og fjármálasnilling þér til fulltingis. Sanngirni er sanngirni, burtséð frá tilefninu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sofia Rutbäck Eriksson