Foreldrar nýbura missa tveggja mánaða svefn á fyrsta árinu

Nýburar á fæðingardeild Landspítalans
Nýburar á fæðingardeild Landspítalans mbl.is/Jim Smart

For­eldr­ar ný­fæddra barna missa allt að tveggja mánaða svefn á fyrsta ár­inu eft­ir að barnið fæðist, sam­kvæmt niður­stöðu nýrr­ar breskr­ar könn­un­ar. Fimm hundruð nýbakaðir for­eldr­ar tóku þátt í könn­un­inni sem leiddi í ljós að þriðjung­ur nýbakaðra for­eldra miss­ir 90 mín­útna svefn á nóttu sem jafn­gild­ir heilli nóttu á viku 68 nótt­um á ári. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Fram kem­ur í könn­un­inni að mæður missi meiri svefn en feður vegna ungra barna sinna og að um helm­ing­ur for­eldr­anna deila um það sín á milli hvort þeirra hafi misst meiri svefn. Þá seg­ir fjórðung­ur for­eldr­anna, sem þátt tóku í könn­un­inni næt­ur­bröltið hafa valdið álag í sam­band­inu.

42% mæðranna seg­ist bregðast við gráti barns­ins inn­an 30 sek­úndna en 68% þeirra segja feðurna bregðast fimm mín­út­um seinna við grát­in­um en þær sjálf­ar. Ein­ung­is 1% mæðranna seg­ist hins veg­ar geta sofið þegar barnið græt­ur en 43% þeirra segja maka sinn geta það.

Fimmta hvert par seg­ist hafa vaknað til barns­ins fjór­um sinn­um á nóttu fyrsta árið eft­ir fæðingu þess og segja ljós­mæðurn­ar, sem stóðu að rann­sókn­inni, það vera for­eldr­ar frumb­urða, sem missi hvað mest­an svefn eft­ir fæðingu barns­ins.

Við eins árs ald­ur sofa 38% barna enn ekki alla nótt­ina og 15% for­eldra eins og tveggja ára barna segj­ast enn verða fyr­ir reglu­leg­um svefntrufl­un­um vegna barna sinna. Þá segj­ast rúm­lega 57% for­eldra sofa laus­ar eft­ir að hafa eign­ast barn og 11% segj­ast eiga erfitt með að svefn, jafn­vel þótt barnið sofi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert