Harry prins er landi og þjóð „til skammar“

Harry kyssir kærustuna sína, Chelsy Davy, á krikketleik í dag.
Harry kyssir kærustuna sína, Chelsy Davy, á krikketleik í dag. Reuters

„Vill­ing­ur­inn“ Harry prins er á góðri leið með að verða Bretlandi og bresku þjóðinni til skamm­ar, seg­ir breski hirðljós­mynd­ar­inn Arth­ur Edw­ards. „Hann ætti að hegða sér miklu bet­ur,“ sagði Edw­ards í viðtali við BBC, aðspurður um mynd­ir af prins­in­um illa til reika eft­ir næt­ur­klúbba­ferðir.

„Ég held að Harry prins sé kom­inn hættu­lega ná­lægt því að verða landi og þjóð til skamm­ar,“ sagði Edw­ards. „Hann veit að ef hann fer á næt­ur­klúbb­ana bíða ljós­mynd­ar­arn­ir eft­ir hon­um. Þannig geng­ur þetta fyr­ir sig.“

Harry er 22 ára. Bresk blöð hafa kallað hann „vill­ing­inn“, enda hef­ur hann oft kom­ist í blöðin að harla nei­kvæðu til­efni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Loksins ferðu nú að uppskera laun erfiðis þíns. Vertu opinn fyrir þeim tækifærum sem þér bjóðast því það eru miklar likur á að þú dettir í lukkupottinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Loksins ferðu nú að uppskera laun erfiðis þíns. Vertu opinn fyrir þeim tækifærum sem þér bjóðast því það eru miklar likur á að þú dettir í lukkupottinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar