Britney á föstu með rúmlega tveggja metra körfuboltamanni

Britney á Lakers-leik 30. mars.
Britney á Lakers-leik 30. mars. Reuters

Fregnir herma að Britney Spears sé komin á fast með Luke nokkrum Walton, sem spilar körfubolta með LA Lakers, og er 2,07 á hæð. Hefur hún mætt á leiki og hvatt hann dyggilega, eins og til dæmis þegar Lakers spiluðu við Phoenix Suns á sunnudaginn.

Haft er eftir heimildamanni að Luke sé „einmitt það sem Britney þarf“ núna, áreiðanlegur maður sem gengur vel í lífinu, eftir algjörlega misheppnað hjónaband hennar og Kevins Federlines. „Hún virðist loksins hafa náð áttum.“

Britney hefur mætt á nokkra leiki eftir að hún lauk áfengismeðferðinni, en hefur reynt að láta ekki mikið bera á sambandinu við Luke.

Í síðasta mánuði gengu hún og Kevin endanlega frá skilnaðinum, og munu hafa sameiginlegt forræði með sonum sínum tveim, þeim Sean Preston, sem er 18 mánaða, og Jayden James, sem er hálfs árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup