Paris Hilton í 45 daga fangelsi

Hótelerfinginn Paris Hilton var í kvöld dæmd í 45 daga fangelsi fyrir að virða ekki skilyrði skilorðsbundins dóms, sem hún hlaut fyrir skömmu fyrir ölvun við akstur. Hilton var fundin sek um ítrekaðan akstur undir áhrifum áfengis.

„Mér þykir þetta leitt," sagði Paris Hilton eftir að dómurinn var kveðinn upp í Los Angeles í kvöld efir að dómari komst að þeirri niðurstöðu, að hún hefði ekki uppfyllt skilyrði sem sett voru fyrir skilorðsbindingu eldri dóms.

Rick og Kathy Hilton, foreldrar Paris, voru greinilega óviðbúin þessari niðurstöðu. Þegar blaðamaður spurði Kathy hvað henni þætti um dóminn svaraði hún: „Hvað heldurðu? Þetta er fáránlegt og ömurlegt og þessi vitleysa er sóun á fé skattborgara. Þetta er brandari!"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir