Danski leikarinn Mads Mikkelsen hefur samþykkt að leika rússneska tónskáldið Ígor Stravinskí í væntanlegri kvikmynd, sem á að fjalla um samband Stravinskís og Coco Chanel, sem var frægur tískuhönnuður. Franska leikkonan Marina Hands leikur Chanel.
Að sögn danskra fjölmiðla verður kvikmyndin tekin upp í París í september en hún á að gerast á þriðja áratug síðustu aldar. Bandaríski leikstjórinn William Friedkin leikstýrir myndinni en hann er þekktastur fyrir myndirnar der Exorcist og The French Connection.
Myndin Coco & Igor er byggð á skáldsögu eftir Chris Greenhalgh, sem kom út 2003.