Air leikur í Laugardalshöll

Nicolas Godin og Jean-Benoît Dunckel skipa dúettinn Air.
Nicolas Godin og Jean-Benoît Dunckel skipa dúettinn Air. AP

Franska hljómsveitin Air mun halda tónleika í Laugardalshöll þann 19. júní nk. Tónleikarnir eru síðasta atriðið í dagskrá Pourquoi Pas? - Frönsku vori á Íslandi. Air er um þessar mundir í alþjóðlegu tónleikaferðalagi til kynningar á nýjustu breiðskífu sinni, Pocket Symphony, en ferðalagið hófst í Evrópu um miðjan mars.

Hljómsveitin Air var stofnuð árið 1995 af þeim Nicolas Godin og Jean-Benoît Dunckel. Í kjölfar nokkura smáskífna og EP-platna gáfu þeir út breiðskífuna Moon Safari árið 1998 sem naut mikilla vinsælda um allan heim, ekki síst fyrir smellinn Sexy Boy.

Miðasala hefst föstudaginn 1. júní. Frekari upplýsingar um fyrirkomulag miðasölunnar og miðaverð verða tilkynntar í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Loka