„Aldrei segja aldrei"

JK Rowling höfundur Harry Potter ásamt breskum aðdáendum bókanna.
JK Rowling höfundur Harry Potter ásamt breskum aðdáendum bókanna. mbl.is

Undirskriftaherferð, sem hófst á netinu í morgun fyrir því að J.K. Rowling skrifi fleiri bækur um galdrastrákinn Harry Potter fékk óvæntan stuðning þegar Rowling lýsti því yfir að aldrei ætti að segja aldrei. Rowling hefur áður sagt að bókin Harry Potter and the Deathly Hallows, sem kemur út 21. júlí, verði sú síðasta í sjö bóka flokki um Potter og vini hans.

Rowling hefur einnig lýst því yfir, að tveir af aðalsöguhetjum bókanna muni deyja í lok bókarinnar og hafa verið miklar vangaveltur um að Harry sjálfur hljóti þau örlög.

„Við undirrituð hvetjum JK Rowling til að skrifa fleiri ævintýri um Harry Potter og vini hans, sama hvað gerist í lok Harry Potter and the Deathly Hallows," segir í yfirskrift undirskriftasöfnunarinnar, sem fer fram á netsíðunni www.waterstones.com/saveharry en það er bókabúðakeðjan Waterstones sem stendur fyrir söfnuninni. Markmiðið er að safna 1 milljón undirskrifta.

Bloomsbury segir að fordæmi séu fyrir því að vinsælar bókasöguhetjur séu vaktar upp frá dauðum, t.d. Sherlock Holmes. Árið 1893 var Arthur Conan Doyle orðinn svo leiður á söguhetju sinni að hann lét hana falla í Richenbackfossana í átökum við erkifjanda sinn, Moriarty prófessor. Nokkrum árum síðar birtist Holmes ljóslifandi í nýjum sagnaflokki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir