Biðin á enda

Gluggað í sjöundu bókina um Harry Potter í kvöld.
Gluggað í sjöundu bókina um Harry Potter í kvöld. mbl.is/Sverrir

Sala á nýjustu Harry Potter bókinni hófst klukkan 23:01 í kvöld á Íslandi. Margir hafa beðið í óþreyju eftir sjöundu og um leið síðustu bókinni um galdrastrákinn. Einhverjir aðdáendur bókanna mættu fyrir utan bókaverslanir í gær til þess að verða fyrstir til þess að hljóta hnossið á Íslandi. En íslenskir aðdáendur Harry Potter eru ekki einir um að hafa beðið útgáfu bókarinnar því víðsvegar í heiminum mynduðust biðraðir fyrir utan bókaverslanir þar sem hennar var beðið með eftirvæntingu. En nú er biðin loks á enda og eflaust margir sem eiga eftir að vaka í alla nótt við lesturinn.

Bókin, sem nefnist Harry Potter and the Deathly Hallows, kom einungis út á ensku í kvöld þar sem þýðendur fá bókina ekki í hendur á undan öðrum lesendum. Bókin kemur út á íslensku í nóvember en bókaútgáfan Bjartur gefur út bækurnar um Harry Potter á íslensku.

Potter-áhugamenn hafa mikið velt því fyrir sér undanfarna mánuði hvort Potter láti lífið í bókinni, en höfundur bókanna, JK Rowling, hefur gefið upp að tvær sögupersónur láti lífið. Það má því búast við líflegum umræðum á Netinu í nótt um hvort Harry Potter lifir af eður ei.

Loksins er biðin eftir sjöundu bókinni um Harry Potter á …
Loksins er biðin eftir sjöundu bókinni um Harry Potter á enda AP
Það voru margir sem létu sig hafa það að bíða …
Það voru margir sem létu sig hafa það að bíða í langan tíma eftir nýjustu bókinni um Harry Potter. mbl.is/Sverrir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson