Bölvun faraóanna enn virk

Yfirvöld í Egyptalandi greindu frá því í gær að Þjóðverji hefði skilað stolnum forngrip í sendiráð Egyptalands í Berlín með bréfi þar sem fram kom að stjúpfaðir hans hefði stolið gripnum og að “bölvun faraóanna hefði fylgt gripnum”. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Stjúpfaðirinn mun hafa stolið gripnum er hann var á ferð í Egyptalandi árið 2004 og strax á heimleiðinni mun hann hafa fundið fyrir skertri hreyfigetu, ógleði og hitaköstum. Hann var síðan greindur með krabbamein og lést nýlega. Hugmyndin um Bölvun faraóanna sem leggst á hvern þann sem rænir grafir faraóanna hefur verið til frá því gröf Tutankhamens fannst árið 1922 en skömmu síðar lést Carnarvon lávarður sem hafði fjármagnað leitina að gröfinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant