Allt Fóstbræðrasafnið á DVD

Eft­ir Atla Fann­ar Bjarka­son - atli@bla­did.net

„Fóst­bræður eru svo­lítið eins og Monty Python. Við gerðum þætt­ina á sín­um tíma með því hug­ar­fari að við vær­um að skapa klass­ík," seg­ir Jón Gn­arr, en nú hef­ur verið ákveðið að gefa út sjón­varpsþætt­ina Fóst­bræður á DVD.

Hægt verður að kaupa allt safnið eða staka diska, en all­ur ágóði renn­ur til Um­hyggju, styrkt­ar­fé­lags lang­veikra barna.

„Ég vil óska þjóðinni til ham­ingju og vona að þetta eigi eft­ir að selj­ast í bíl­förm­um, þannig að Um­hyggja njóti góðs af."

„Þetta er búið að vera vanda­mál í mörg ár vegna þess að þegar þætt­irn­ir voru gerðir á sín­um tíma, þá var ekki samið neitt sér­stak­lega um DVD," seg­ir Jón.

„DVD var á þeim tíma talið ein­hver bóla sem ekki myndi ná neinni fót­festu. Það var ein­ung­is samið um mynd­banda­út­gáfu."

Atriði úr Fóst­bræðrum hafa skotið upp koll­in­um á mynd­banda­vefsíðunni Youtu­be og eru gríðarlega vin­sæl. Þá hafa milli 2-3.000 manns skráð sig á und­ir­skriftal­ista sem berst fyr­ir út­gáf­unni á Net­inu. Katrín Atla­dótt­ir stend­ur fyr­ir list­an­um á vefsíðu sinni, katr­in.is.

Nán­ar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Ef þú vilt styrkja vináttuböndin skaltu muna að góðir vinir geta verið saman bæði í sorg og gleði. Gleymdu hvorki sjálfum þér né þeim sem næst þér standa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Ef þú vilt styrkja vináttuböndin skaltu muna að góðir vinir geta verið saman bæði í sorg og gleði. Gleymdu hvorki sjálfum þér né þeim sem næst þér standa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son