Alma í Nylon heldur sjálfstyrkingarnámskeið

Alma Guðmundsdóttir.
Alma Guðmundsdóttir.
Eft­ir Hall­dóru Þor­steins­dótt­ur - halldora@bla­did.net

„Okk­ur fannst vanta þenn­an fa­ktor sem nýt­ist manni best dag­lega, þ.e.a.s fram­koma, sjálfs­ör­yggi og sjálfs­traust. Þetta skipt­ir svo rosa­lega miklu máli í öllu sem við erum að gera. Ekki bara starf­inu held­ur dag­legu lífi, hvort sem fólk er að sækja um vinnu eða stúss­ast í sín­um skyld­um. Þetta kem­ur alltaf við sögu og við get­um alltaf bætt okk­ur og byggt upp hvað þetta varðar. Það eru bara svo marg­ir þætt­ir sem spila sam­an í hverri mann­eskju. Til þess að hafa jafn­vægi og líða vel vill maður hafa ör­yggi á sem flest­um sviðum."

Á nám­skeiðinu verður farið í saum­ana á öllu er viðkem­ur fram­komu, feimni, sjálfs­áliti, lík­ams­b­urði, heilsu, förðun, sjálfs­vörn, mark­miðasetn­ingu og fjár­mál­um auk þess sem þátt­tak­end­um gefst kost­ur á að kynn­ast leik­rænni tján­ingu.

Kennt verður einu sinni í viku frá 24. sept­em­ber til 26. nóv­em­ber í eina og hálfa klukku­stund í senn og verða val­in­kunn­ir ein­stak­ling­ar með fræðslu­er­indi hverju sinni. Meðal þeirra eru Freyja Har­alds­dótt­ir, Unn­ur Birna Vil­hjálms­dótt­ir, Ya­smin Ol­sen, Agn­ar Jón Eg­ils­son og Elín Kára­dótt­ir.

Nálg­ast má frek­ari upp­lýs­ing­ar og skrán­ingu á heimasíðunni www.nam­skeid.com.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú getur komið miklu í verk á heimilinu í dag. Gefðu þér því tíma til að sinna því og sjáðu, hvað allt verður auðvelt á eftir. Ein góð hugmynd getur frelsað þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú getur komið miklu í verk á heimilinu í dag. Gefðu þér því tíma til að sinna því og sjáðu, hvað allt verður auðvelt á eftir. Ein góð hugmynd getur frelsað þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son