Breski rokksöngvarinn Robert Plant staðfestir á fréttavef BBC í dag, að hljómsveitin Led Zeppelin muni koma fram minningartónleikum um Ahmet Ertegun, stofnanda Atlantic hljómplötuútgáfunnar. Verður þetta í fyrsta skipti sem þeir Plant, Jimmy Page og John Paul Jones koma saman á sviði. Pete Townshend, úr the Who, og Bill Wyman, sem eitt sinn var í Rolling Stones, munu einnig koma fram á tónleikunum.
Minningartónleikarnir verða haldnir á O2 leikvanginum í Lundúnum 26. njóvember. Ertegun, sem samdi við Led Zeppelin árið 1970, lést á síðasta ári.
BBC hefur eftir Plant að Ertegun hafi verið Led Zeppelin stoð og stytta og náinn vinur þeirra félaganna.