Bítlarnir verða á Borginni

Paul McCartney og Ringo Starr.
Paul McCartney og Ringo Starr. AP
Eftir Atla Fannar Bjarkason - atli@bladid.net
Bítlarnir Paul McCartney og Ringo Starr koma til landsins 5. október í tengslum við afhjúpun friðarsúlu Yoko Ono í Viðey. Samkvæmt heimildum Blaðsins verða þeir á landinu 5. til 11. október, en friðarsúlan verður afhjúpuð 9. október, á afmælisdegi John Lennon, sem hefði orðið 67 ára væri hann á lífi.

Heimildir Blaðsins herma að Paul og Ringo muni dvelja á Hótel Borg, en með þeim í för verður fylgdarlið lífvarða og aðstoðarfólks. Paul McCartney kom síðast til landsins árið 2000, en þá var fyrrverandi eiginkona hans, Heather Mills, með í för. Paul lét lítið fyrir sér fara í ferðinni. Meira fór fyrir Ringo Starr þegar hann kom til landsins árið 1984. Ringo tók lagið ásamt Stuðmönnum í Atlavík og margar góðar sögur eru til um ferðalag hans.

Nánar er fjallað um þetta í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Næsta mánuð munu samskipti við aðra kenna þér margt um þig. Gömlu kynnin gleymast ei og gamall vinur mun skjóta upp kollinum á ný. Góður hádegisgöngutúr gerir kraftaverk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Næsta mánuð munu samskipti við aðra kenna þér margt um þig. Gömlu kynnin gleymast ei og gamall vinur mun skjóta upp kollinum á ný. Góður hádegisgöngutúr gerir kraftaverk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes