Radcliffe vill leika homma

Daniel Radcliffe.
Daniel Radcliffe. Reuters

Breski leik­ar­inn Daniel Radclif­fe, sem er langþekkt­ast­ur fyr­ir hlut­verk sitt sem galdrastrák­ur­inn Harry Potter, hef­ur mik­inn áhuga á að leika sam­kyn­hneigðan njósn­ara.

Radclif­fe, sem er 18 ára gam­all, vill fara með aðal­hlut­verkið í end­ur­gerð kvik­mynd­ar­inn­ar Anot­her Coun­try sem gerð var árið 1984, en mynd­in fjall­ar um ung­an dreng á fjórða ára­tug síðustu ald­ar sem verður ást­fang­inn af besta vini sín­um, en verður síðar njósn­ari sem starfar fyr­ir stjórn­völd í Sov­ét­ríkj­un­um.

Radclif­fe, sem hef­ur vakið mikla at­hygli fyr­ir að koma nak­inn fram í leik­rit­inu Equus í Lund­ún­um, seg­ist hafa mik­inn áhuga á að leika per­són­ur sem eru að upp­götva sjálf­ar sig kyn­ferðis­lega.

„Ég myndi aldrei leika homma bara til þess að leika homma. En ef hand­ritið er gott og þetta er góður karakt­er er ég til­bú­inn," sagði leik­ar­inn ungi á blaðamanna­fundi fyr­ir stuttu. Í sinni nýj­ustu kvik­mynd, Dec­em­ber Boys, leik­ur Radclif­fe í sinni fyrstu kyn­lífs­senu, og því ljóst að leik­ar­inn ungi þrosk­ast hratt þessa dag­ana.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þér finnst þú eiga eitthvað erfitt með að einbeita þér, sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Sýndu umburðarlyndi í umgengni við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Torill Thorup
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þér finnst þú eiga eitthvað erfitt með að einbeita þér, sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Sýndu umburðarlyndi í umgengni við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Torill Thorup
5
Jón­ína Leós­dótt­ir