Unun snýr aftur

Eft­ir Atla Fann­ar Bjarka­son - atli@bla­did.net

Hljóm­sveit­in Unun verður með kombakk á Org­an á föstu­dag­inn, en sveit­in mun samt ekki taka Lög unga fólks­ins að sögn Heiðu sem oft­ast er kennd við hljóm­sveit­ina. Dr. Gunni úti­lok­ar ekki plötu með Unun á næst­unni.

„Ég og Gunni erum að fara að spila og Elv­ar [unnusti Heiðu] er að fara spila með okk­ur," seg­ir Ragn­heiður Ei­ríks­dótt­ir, Heiða í Unun, um meint kombakk sveit­ar­inn­ar. Dr. Gunni, forsprakki sveit­ar­inn­ar ásamt Heiðu, sagði á bloggsíðu sinni í gær að Unun kæmi fram á tón­leik­um sem haldn­ir verða til heiðurs popp­goðinu Lee Haz­lewood á Org­an á föstu­dag.

„Það má segja að ég og Gunni höf­um verið með kombakk þegar við vor­um með lag í Eurovisi­on," seg­ir Heiða og vís­ar í lagið Ég og heil­inn minn sem hún söng en Dr. Gunni samdi fyr­ir for­keppni Eurovisi­on í fyrra. „Sama fólkið kem­ur að tón­leik­un­um á föstu­dag­inn, svo að það mætti segja að við Gunni höf­um alltaf haldið áfram."

Tón­leik­arn­ir á föstu­dag verða til heiðurs Lee Haz­lewood sem lést í ág­úst á þessu ári, 78 ára gam­all. Hann samdi meðal ann­ars smell­inn These Boots are Made for Walk­in' sem Nancy Sinat­ra söng og endaði á toppi vin­sæld­arlista í Banda­ríkj­un­um og Bretlandi árið 1966.

Nán­ar í Blaðinu

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Ástarævintýri með eldri eða ráðsettari manneskju er líklegra en ella núna. Deildu hæfileikum þínum með því að fá öðrum hnitmiðuð verkefni, þótt það sé í eigin þágu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Ástarævintýri með eldri eða ráðsettari manneskju er líklegra en ella núna. Deildu hæfileikum þínum með því að fá öðrum hnitmiðuð verkefni, þótt það sé í eigin þágu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir