Unun snýr aftur

Eftir Atla Fannar Bjarkason - atli@bladid.net

Hljómsveitin Unun verður með kombakk á Organ á föstudaginn, en sveitin mun samt ekki taka Lög unga fólksins að sögn Heiðu sem oftast er kennd við hljómsveitina. Dr. Gunni útilokar ekki plötu með Unun á næstunni.

„Ég og Gunni erum að fara að spila og Elvar [unnusti Heiðu] er að fara spila með okkur," segir Ragnheiður Eiríksdóttir, Heiða í Unun, um meint kombakk sveitarinnar. Dr. Gunni, forsprakki sveitarinnar ásamt Heiðu, sagði á bloggsíðu sinni í gær að Unun kæmi fram á tónleikum sem haldnir verða til heiðurs poppgoðinu Lee Hazlewood á Organ á föstudag.

„Það má segja að ég og Gunni höfum verið með kombakk þegar við vorum með lag í Eurovision," segir Heiða og vísar í lagið Ég og heilinn minn sem hún söng en Dr. Gunni samdi fyrir forkeppni Eurovision í fyrra. „Sama fólkið kemur að tónleikunum á föstudaginn, svo að það mætti segja að við Gunni höfum alltaf haldið áfram."

Tónleikarnir á föstudag verða til heiðurs Lee Hazlewood sem lést í ágúst á þessu ári, 78 ára gamall. Hann samdi meðal annars smellinn These Boots are Made for Walkin' sem Nancy Sinatra söng og endaði á toppi vinsældarlista í Bandaríkjunum og Bretlandi árið 1966.

Nánar í Blaðinu

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup