Sænskur rithöfundur gefur heilt SOS-barnaþorp í Mósambik

Henning Mankell finnst ekki frumlegt að fá sér villu á …
Henning Mankell finnst ekki frumlegt að fá sér villu á Rivíerunni. mbl.is

Sænski rithöfundurinn Henning Mankell hefur ákveðið að gefa 15 milljónir sænskra króna til byggingar nýs SOS-barnaþorps í Mósambik. Undanfarin 25 ár hefur Henning verið með annan fótinn í Maputo, höfuðborg Mósambik og því séð fátæktina með eigin augum.

Henning segir það ekki fórn fyrir sig, heldur forréttindi, að fá að hjálpa munaðarlausum börnum, „enda hvað ætti ég svo sem að gera við alla þessa peninga?“ spyr rithöfundurinn.

Í tilkynningu frá SOS-Barnaþorp segir að framlag Hennings nægi til að byggja heilt SOS-barnaþorp með 15 íbúðarhúsum í þorpinu Chimoio, en þar er fátækt mjög mikil. 150 munaðarlaus og yfirgefin börn munu eignast eigið heimili í þorpinu, sem mun heita Henning Mankell, í höfuðið á gefandanum. Einnig verður byggður leikskóli og grunnskóli í þorpinu sem mun sjá nokkur hundruð börnum í nágrenninu fyrir menntun.

„Hér er gríðarleg fátækt,“ segir Henning, „fólk á ekki einu sinni fyrir mat.“ Fáir hafa aðgengi að rafmagni og hreinu vatni og um 800.000 börn í landinu eru munaðarlaus. „Ég get ekki hjálpað þeim öllum, en það er engin afsökun fyrir að hjálpa engum“ bendir rithöfundurinn á.

En hvers vegna ákváðu Henning og kona hans að styrkja SOS-barnaþorpin? „Það kom eiginlega bara af sjálfu sér,“ segir Henning. „Ástæðan er einfaldlega sú að SOS-samtökin ráða aðeins heimamenn til starfa. Það finnst mér mjög mikilvægt. Svo eru þeir með mjög gott fjármála- og innra eftirlit og því veit ég að fjármunirnir munu nýtast vel“.

Nýverið heimsótti Henning SOS-barnaþorp í Maputo. Hann hitti þar SOS-mæður, skoðaði skólann og bókasafnið. Einnig spjallaði hann við börn sem fengið hafa nýtt tækifæri í lífinu. „Algjörlega frábært!“, voru viðbrögð hans eftir heimsóknina. „Þegar maður á nóga peninga, eins og ég, er auðvelt að vera örlátur. En stundum undrast ég hvers vegna auðugt fólk gerir ekkert gáfulegra en að kaupa sér nýja villu á Rivíerunni. Hvað getur maður eiginlega átt margar villur sjálfur?“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert aldrei glaðari en þegar þú gefur þínum nánustu. Mundu að dropinn holar harðan stein. Sýndu þrautseigju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert aldrei glaðari en þegar þú gefur þínum nánustu. Mundu að dropinn holar harðan stein. Sýndu þrautseigju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Loka