Reynt að bjarga svörtum köttum á Ítalíu

Reuters

Gærdagurinn var "dagur svarta kattarins" á Ítalíu að frumkvæði dýraverndarsamtaka, sem vildu með átakinu reyna að koma í veg fyrir að svartir kettir séu drepnir vegna þeirrar hjátrúar að þeim fylgi ólán. Slík hjátrú er útbreidd, en óvíða er hún jafn sterk og á Ítalíu, þar sem þúsundir svartra katta eru aflífaðir á ári hverju af þessum sökum.

Á miðöldum gaf páfinn út tilskipun um að svartir kettir væru verkfæri djöfulsins og voru þeir brenndir á sömu bálköstum og meintar nornir.

Dýra- og umhverfisverndarsamtök Ítalíu (AIDAA) telja að í fyrra hafi um sextíu þúsund svartir kettir verið drepnir ýmist til að koma í veg fyrir að þeir bæru með sér ógæfu, og einnig við djöfladýrkun og í snyrtivöruverksmiðjum þar sem svartur feldur er notaður.

Samtökin hafa meðal annars sent bréf til Benedikts páfa, sem er annálaður kattavinur, og beðið hann að gefa út yfirlýsingu um að fordómar gagnvart svörtum köttum séu "endemis vitleysa."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka