Hraun komin í 5 sveita úrslit

Hljómsveitin Hraun.
Hljómsveitin Hraun. mbl.is/Golli

Hljóm­sveit­in Hraun er kom­in í 5 hljóm­sveita úr­slit í Next Big Thing tón­list­ar­keppni BBC. Í keppn­inni er leitað að björt­ustu von­um í röðum heims­tón­list­ar­manna og tón­list­ar sem ligg­ur utan garðs vin­sælda­tón­list­ar.

Nokk­ur þúsund lista­menn frá 88 lönd­um kepptu í keppn­inni og koma þeir sem lentu í undanúr­slit­um m.a. frá Banda­ríkj­un­um, Bretlandi, Tans­an­íu, Jamaíka, Frakklandi, Singa­púr og Rússlandi. Nú standa ein­ung­is fimm sveit­ir eft­ir og munu þær hitt­ast í London næstu helgi þar sem leikið verður fyr­ir loka­dóm­ar­ana þrjá, William Or­bit, Tal­vin Singh og Nile Rod­gers.

Hraun flýg­ur út til London föstu­dag­inn 7. des­em­ber næst­kom­andi og mun á sunnu­dag leika fyr­ir dóm­ar­ana þrjá og hitta hina kepp­end­urna sem eru í úr­slit­um.

Heimasíða keppn­inn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú grípur til aðgerða, sérstaklega sem kosta einhver fjárútlát. Slappaðu af og njóttu þess sem þú hefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú grípur til aðgerða, sérstaklega sem kosta einhver fjárútlát. Slappaðu af og njóttu þess sem þú hefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir