Gordon Ramsay ælir íslenskum hákarli

Gordon Ramsey.
Gordon Ramsey.

„Þá er komið að mestu áskoruninni, þetta er æðislegt ljúfmeti frá Íslandi," sagði sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay áður en hann gaf James May, úr bílaþáttunum Top Gear, kæstan íslenskan hákarl.

Rúmlega 114.000 manns hafa horft á myndbandsbrot af félögunum smakka íslenska gæðafæðið á Youtube, en brotið er úr þætti þar sem Ramsay gefur May ýmsan óhefðbundinn mat.

„Hákarlinn var grafinn ofan í jörð og var þar í þrjá mánuði. Þú þarft að borða hann án þess að verða óglatt, þannig sannarðu að þú sért alvöru karlmaður," sagði Ramsay áður en hann skar vænan bita handa sér og May. Því næst hellti hann íslensku brennivíni í staup og félagarnir gæddu sér á góðgætinu.

James May var fljótur að klára sinn skammt en Gordon Ramsay, sem virðist vera mikill harðjaxl í þáttunum Hell's Kitchen, var fljótur að spýta matnum ofan í fötu.

Myndskeiðið á YouTube
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler