Þjóðverjar verstu elskendurnir?

Reuters

Þýskir karlmenn eru verstu elskendur í heimi, ef marka má nýja könnun, sem gerð var meðal kvenna í 50 löndum á samskiptavefnum wayn.com.

10 þúsund konur tóku þátt í könnuninni að sögn vefjarins Ananova. Þar kom fram að þýskir karlmenn eru taldir vera of sjálfselskir í rúminu en Svíar, sem koma næstir, eru of fljótir á sér.

Hollendingar eru sagðir vera of harðhentir, Bandaríkjamenn of ráðríkir, Walesverjar of þvalir og Skotar of háværir svo nokkuð sé nefnt.

Ítalskir karlmenn eru bestu elskhugarnir en þar á eftir koma Frakkar, Írar, Suður-Afríkubúar, Ástralar, Spánverjar, Danir, Nýsjálendingar, Brasilíumenn og Kanadamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir