Eldavélin sú dýrasta og flottasta á landinu

Eldavélin nýja í Gallerý á Hótel Holti.
Eldavélin nýja í Gallerý á Hótel Holti. mbl.isÁrni Sæberg

Þegar at­hafna­hjón­in Þor­vald­ur Guðmunds­son og Ingi­björg Guðmunds­dótt­ir byggðu Hót­el Holt og opnuðu í fe­brú­ar árið 1965 kynntu þau til sög­unn­ar hót­el og veit­inga­hús sem átti að vera fyrsta flokks í hví­vetna og sam­eina framúrsk­ar­andi mat­ar­gerð og mynd­list. Og þannig hef­ur hót­elið náð að halda sér í ár­anna rás, verið klass­ískt og í for­ystu í hug­um fólks og staðið af sér all­ar tísku­sveifl­ur.

Þessa dag­ana fara fram viðamikl­ar end­ur­bæt­ur á veit­inga­húsi hót­els­ins.

„Við erum ekk­ert að elt­ast við tísku­sveifl­ur held­ur að styrkja okk­ur í því sem við ger­um best, erum og verðum fyrsta flokks hót­el og veit­inga­hús,“ seg­ir Friðgeir Ingi Ei­ríks­son yf­ir­mat­reiðslu­meist­ari sem kom­inn er heim eft­ir að hafa starfað í fimm ár sem yf­ir­mat­reiðslu­meist­ari á Michel­in-veit­inga­hús­inu Domaine de Clairefontaine í Frakklandi.

Friðgeir lærði á sín­um tíma á Holt­inu, hann er son­ur hót­el­stjór­ans á Hót­el Holti, Ei­ríks Inga Friðgeirs­son­ar, sem er sjálf­ur mat­reiðslu­meist­ari og starfaði lengi sem yf­ir­mat­reiðslumaður á Hót­el Holti. Friðgeir hef­ur tekið við því starfi sem faðir hans gegndi um ára­bil og Ei­rík­ur seg­ist vera stolt­ur af syn­in­um og þeim ár­angri sem hann hafi náð í fag­inu.

Ætlum að halda for­yst­u­sæt­inu

Hann seg­ir að viðskipta­vin­ir Hót­el Holts séu trygg­ir og það sé ekki mein­ing­in að þeir verði fyr­ir von­brigðum með staðinn sinn. Öll sér­kenni Holts­ins fá að halda sér, stór­feng­legu lista­verk­in sem prýða veggi hót­els­ins og um­gjörðin verður að vanda glæsi­leg. „Við ætl­um bara að styrkja okk­ur enn frek­ar í sessi, halda for­yst­u­sæt­inu um ókom­in ár.“

Teiknuðu elda­vél­ina sem er hand­smíðuð

„Í þess­ari elda­vél er allt það sem við töld­um okk­ur þurfa eins og inn­byggður djúp­steik­ingarpott­ur, vatnsbað, raf­magns­hell­ur, gashell­ur, yf­ir­hiti, hita­borð og gott pláss fyr­ir potta og pönn­ur. Þetta er lang­stærsta, dýr­asta og flott­asta elda­vél sem hef­ur komið til lands­ins en hún er 3,7 metr­ar á lengd og veg­ur um 1.550 kíló. Vél­in er úr stáli að ofan en af­gang­ur­inn úr kop­ar og hún er sprautuð vín­rauð í anda Holts­ins.“ 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú hefur auga fyrir verðmætum og safnið þitt er meira virði en þig grunar. Allir virðast hafa skoðun á einkalífi þínu en enginn þekkir það þó til hlítar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú hefur auga fyrir verðmætum og safnið þitt er meira virði en þig grunar. Allir virðast hafa skoðun á einkalífi þínu en enginn þekkir það þó til hlítar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir