Mistök í Gettu betur

Hús Ríkisútvarpsins.
Hús Ríkisútvarpsins. Árvakur/Árni Sæberg

Bæði lið Kvennaskólans og Menntaskólans í Hamrahlíð lögðu fram kæru eftir viðureign liðanna sl. föstudag í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna sem sýnd var í Sjónvarpinu. Fram kemur á vefnum gettubetur.is, að dómari keppninnar hafi viðurkennt, að sér hafi orðið á mistök þegar hann dæmdi svar Kvennaskólans við einni spurningunni rangt.

Um var að ræða spurningu um eitt af kraftaverkum Jesú þegar hann mettaði 5000 manns með brauðum og fiski. Kvennaskólinn svaraði að brauðin hefðu verið fimm og fiskarnir tveir en fékk rangt fyrir það.

Kæran var tekin fyrir í dag og segir vefurinn að Páll Ásgeir Ásgeirsson, dómari, hafi viðurkennt að svar Kvennaskólans hefði verið rétt og beðist afsökunar á mistökunum. Menntaskólinn við Hamrahlíð sigraði í viðureigninni eftir bráðabana en ekki eru fordæmi fyrir því að breyta úrslitum eða endurtaka keppnir og standa því úrslitin. Haft er eftir Lilju Dögg Jónsdóttur, formanni Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans, að skólinn muni una þessari niðurstöðu. Framkvæmdastjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema taka málið fyrir á fundi á fimmtudag.

Kæra MH snerist um það að liðið hafði fengið rangt fyrir að svara „skilja" þegar spurt var um skilvindu. MH-ingar töldu að skilja væri sama fyrirbærið og rökstuddu það með tilvísan í samheitaorðabók. Útvarpið féllst ekki á rök MH og vísaði kærunni frá.

Gettubetur.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir