Rokkað eftir Rammstein

Heiða ætlar að rokka feitt á Grand rokk í kvöld …
Heiða ætlar að rokka feitt á Grand rokk í kvöld ásamt Heiðingjunum. mbl.is/Sverrir

Söng­kon­an Heiða held­ur tón­leika á Grand Rokk í kvöld. Ætl­un­in er að halda áfram nettu rokkstuði eft­ir að Ramm­stein-tón­leik­un­um í Laug­ar­dals­höll­inni lýk­ur en tón­leik­ar Heiðu hefjast upp úr miðnætti.

"Við erum rokk­hljóm­sveit­in Heiða og heiðingjarn­ir," seg­ir Heiða og kím­ir. "Við ætl­um okk­ur að vera með hæfi­lega blöndu af rokki, pönki og poppi og höf­um lagt dag við nótt að æfa okk­ur. Við erum kom­in með þokka­lega dag­skrá en við telj­um ein­mitt að það vanti svona rokk­böll. Það gef­ur nú tón­inn ef maður er á leiðinni á Ramm­stein-tón­leika að mann langi til að halda áfram á eft­ir."

Heiða seg­ir þau vera fjög­ur í sveit­inni. "En þess má geta að söng­kona hljóm­sveit­ar­inn­ar hef­ur ein­stak­ling innra með sér þannig að við erum eig­in­lega fimm," bæt­ir hún við og hlær. Sveit­in er ann­ars skipuð þeim Birgi Bald­urs­syni trommu­leik­ara; Sverri Ásmunds­syni bassa­leik­ara og Elvari Sæv­ars­syni gít­ar­leik­ara. Heiða sér síðan um söng og gít­ar­leik.

"Við ætl­um að halda uppi stemmn­ing­unni til kl. 3.00," til­kynn­ir Heiða. "Nema það verði svo ógeðslega gam­an að við þurf­um að taka öll lög­in aft­ur. En við eig­um sem sagt nóg af lög­um til kl. 3.00."

Miðaverð er kr. 500 og gerjaður gos­drykk­ur fylg­ir til kl. 1.00.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Ekki eru allir á eitt sáttir um að gera breytingar núna. Sumir er næmir og viðkvæmir sem er fínt, en nú þarftu fólk sem getur einbeitt sér í liðið þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Torill Thorup
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Ekki eru allir á eitt sáttir um að gera breytingar núna. Sumir er næmir og viðkvæmir sem er fínt, en nú þarftu fólk sem getur einbeitt sér í liðið þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Torill Thorup
5
Jón­ína Leós­dótt­ir