Nick Carter úr bandarísku popphljómsveitinni Backstreet Boys var handtekinn fyrir að veita lögreglu mótþróa eftir að slagsmál brutust út á næturklúbbi, sem hann var staddur á. Carter, sem er 21 árs, var handjárnaður og farið var með hann á lögreglustöð í Tampa á Flórída eftir að hann neitaði að fara eftir fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa skemmtistaðinn.