Lance á leið út í geim

Lance Bass tekur við verðlaunum ásamt félögum sínum í ´N …

Lance Bass tekur við verðlaunum ásamt félögum sínum í ´N Sync á Billboard-tónlistarhátíð í desember síðastliðnum.
mbl.is

Lance Bass, söngv­ari banda­rísku drengja­sveit­ar­inn­ar 'N Sync, hef­ur gert bráðabirgðasam­komu­lag við Rúss­nesku geim­ferðastofn­un­ina um að taka þátt í ferð rúss­nesks geim­fars til Alþjóðlegu geim­stöðvar­inn­ar í októ­ber.

Ótt­ast að Bass þoli ekki ferðalagið

Bass get­ur því fetað í fót­spor auðkýf­ing­anna Denn­is Titov og Mark Shutt­leworth, sem voru fyrstu geim­ferðalang­arn­ir. Bú­ist er við því að Bass muni þurfa að greiða í kring­um 1,7 millj­arða ísl. króna fyr­ir und­ir­bún­ings­tím­ann og ferðalagið. Banda­ríska geim­ferðastofn­un­in, NASA, hef­ur lýst yfir áhyggj­um að Bass muni ekki þola ferðalagið, en Rúss­neska geim­ferðastofn­un­in er sann­færð um að Bass verði til­bú­inn í tíma þrátt fyr­ir að talið sé að hann þurfi að minnsta kosti sex mánaða þjálf­un. Hann hef­ur meðal ann­ars geng­ist und­ir aðgerð til þess að laga óreglu­leg­an hjart­slátt, en að öðru leyti er hann sagður hafa staðist lækn­is­skoðun, að því er fram kem­ur á frétta­vef BBC.

Bass hef­ur sagt að það hafi verið draum­ur sinn að kom­ast í ferð með geim­fari frá því að hann fékk tæki­færi til að kynn­ast geim­ferðum á yngri árum. Gert er ráð fyr­ir að geim­far­arn­ir Ser­gei Za­lyot­in, frá Rússlandi, og Frank De Winne, frá Belg­íu, muni ferðast með Bass í Soyuz-geim­fari í októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú skalt halda þig við þína sannfæringu og láta ekki aðra villa um fyrir þér. Treystu sviðstjóranum til að gefa þér réttar bendingar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú skalt halda þig við þína sannfæringu og láta ekki aðra villa um fyrir þér. Treystu sviðstjóranum til að gefa þér réttar bendingar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant