Manúela Ósk Harðardóttir, 18 ára gömul úr Reykjavík, var í kvöld valin fegurðardrottning Íslands árið 2002 en keppnin fór fram á Broadway. Manúela Ósk fékk einnig flest atkvæði í netkosningu þar sem almenningur gat greitt stúlkunum 24, sem tóku þátt í keppninni, atkvæði. Manúela Ósk var einnig kjörin ungfrú Reykjavík fyrr í vor.