„Ísland yrði gott fangelsi“

Rúss­neski stjórn­mála­maður­inn Vla­dímír Zhírínovskí vill sem fyrr að Ísland verði fanga­eyja fyr­ir alla Evr­ópu. Í sam­tali blaðamanns Morg­un­blaðsins við Zhírínovskí kem­ur fram að hann álít­ur að erfitt yrði fyr­ir fang­ana að flýja héðan.

"Fjöldi fang­elsa í Evr­ópu er gíf­ur­leg­ur og það kost­ar sitt að reka þau," seg­ir Zhírínovskí. "Ef við hefðum ein­fald­lega eitt risa­stórt fang­elsi fyr­ir alla evr­ópska glæpa­menn kæmi þetta bet­ur út," seg­ir hann. Ef lands­menn samþykktu hug­mynd­ina myndu þeir fá greitt fyr­ir að vista fang­ana og gæta þeirra, bæt­ir hann við.

Zhírínovskí stefn­ir að því að verða for­seti Rúss­lands ekki síðar en árið 2008. Hann viðrar ýms­ar hug­mynd­ir í viðtal­inu, meðal ann­ars vill hann að Kína verði skipt upp í sex hluta, seg­ir að það myndi draga úr hættu sem hann tel­ur stafa af rík­inu. Hann vill að ein­vörðungu verði þrír gjald­miðlar í heim­in­um, doll­ari, evra og rúbla og heim­in­um verði stýrt frá Moskvu, Brus­sel og Washingt­on.

Gagna­safn Morg­un­blaðsins: inum verði skipt í þrennt

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Öll samskipti þín við aðra eru óvenju tilfinningarík í dag. Láttu ekki neikvæðni annarra og óþolinmæði hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Öll samskipti þín við aðra eru óvenju tilfinningarík í dag. Láttu ekki neikvæðni annarra og óþolinmæði hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason