Evrópulegg Gumball 3000 rallsins lokið

Margir íbúar Belgrad skoðuðu sportbílana þar sem þeim var stillt …
Margir íbúar Belgrad skoðuðu sportbílana þar sem þeim var stillt upp framan við ráðhúsið í gær. Reuters

Hinn árlegi óformlegi 3000 mílna kappakstur, Gumball 3000, stendur nú yfir en þá er sportbílum ekið 3000 mílur um venjulega vegi og felst stór hluti af keppninni í því að lenda ekki í höndum laganna varða. Margir heimsfrægir skemmtikraftar og kaupsýslumenn taka jafnan þátt í þessari keppni, og fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Hannes Smárason, forstjóri FL Group, eru meðal 240 keppenda í ár.

Baugur Group og Gumball 3000 stofnuðu fyrr á þessu ári saman félag, G3K Limited, með það að markmiði að koma á framfæri nýjum fatalínum sem kenndar eru við kappaksturinn. Þá er Icelandair meðal styrktaraðila rallsins í ár samkvæmt heimasíðu þess.

Að þessu sinni fer kappaksturinn fram í þremur heimsálfum: Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Fyrst var ekið frá Lundúnum til Belgrad í Serbíu og þaðan var bílunum flogið til Phuket á Taílandi þar sem annar áfanginn fer fram og loks til Salt Lake City í Bandaríkjunum og ekið þaðan til Los Angeles þar sem rallinu lýkur við hús Playboy-kóngsins Hugh Hefner um helgina.

Borgaryfirvöld í Belgrad tóku vel á móti keppendum þegar þeir komu þangað í gær. Þá höfðu keppendur ekið frá Lundúnum gegnum Ermarsundsgöngin til Frakklands og síðan um Belgíu, Austurríki, Ungverjaland og Serbíu.

„Þetta er frábært, ég er afar spenntur," sagði mótokrossökumaðurinn Carey Hart, sem er giftur bandarísku poppsöngkonunni Pink en hann tekur þátt í keppninni að þessu sinni.

Rallið var fyrst haldið árið 1999 og nefnt eftir þjóðvegakappakstri sem stundum var haldinn á áttunda áratug síðustu aldar og var m.a. kveikjan að vinsælum kvikmyndum á borð við Gumball Rally og Cannonball Run. Rallið hefur verið gagnrýnt þar sem keppendur hafa lent í umferðarslysum eða verið handteknir fyrir ofsaakstur á hraðbrautum Evrópu. Í ár hefur rallið hins vegar verið að mestu slysalaust og lögregla í Serbíu þóttist ekki sjá þegar sportbílarnir þutu fram hjá á ólöglegum hraða.

Að því er kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag ekur Jón Ásgeir og Guðmundur Ingi Hjartarson Bentley GT Flying Spur sportbíl og Hannes Smárason keppir í Porshe Cayenne Gemballa. Fjórði Íslendingurinn, Ragnar Agnarsson, sem keppir á BMW M5, tekur einnig þátt í keppninni að sögn blaðsins.

Heimasíða Gumball 3000

Íbúar í Belgrad virða fyrir sér einn af sportbílunum í …
Íbúar í Belgrad virða fyrir sér einn af sportbílunum í keppninni. AP
Íbúar í Belgrad fögnuðu ökuþórunum vel þar sem þeir óku …
Íbúar í Belgrad fögnuðu ökuþórunum vel þar sem þeir óku gegnum borgina út á flugvöll. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan