Réttarhöld yfir Spector hafin

Phil Spector mætir í réttarsalinn í dag.
Phil Spector mætir í réttarsalinn í dag. AP

Upp­hafs­ræður voru flutt­ar í dag í rétt­ar­höld­um yfir banda­ríska upp­töku­stjór­an­um Phil Spector, sem ákærður hef­ur verið fyr­ir að skjóta unga leik­konu til bana fyr­ir fjór­um árum. Sak­sókn­ari sagði í sinni ræðu, að Spector ætti það til að hegða sér ein­kenni­lega og yrði þá hættu­leg­ur öðrum.

Spector, sem er 67 ára, virt­ist tauga­óstyrk­ur þegar hann fylgd­ist með Alan Jackson, sak­sókn­ara, flytja mál sitt. Rétt­ar­höld­un­um er sjón­varpað beint í Kalíforn­íu þar sem þau fara fram.

Jackson sagði, að gögn yrðu lögð fram sem sönnuðu að Spector hefði stungið hlaðinni skamm­byssu upp í leik­kon­una Lana Cl­ark­son 3. fe­brú­ar 2003 og hleypt af.

Lög­menn Spectors munu flytja upp­hafs­ræður sín­ar síðar í dag en Spector hef­ur lýst yfir sak­leysi sínu. Larry Paul Fidler, dóm­ari, lagði kviðdómn­um lín­urn­ar og sagði að dóm­end­ur yrðu að gera ráð fyr­ir sak­leysi sak­born­ings­ins nema sak­sókn­ara tæk­ist að sanna sekt hans.

Vali á kviðdómn­um lauk í síðustu viku. Sak­sókn­ar­ar full­yrtu í gær að verj­end­ur reyndu skipu­lega að koma í veg fyr­ir að kon­ur sætu í dómn­um en dóm­ar­inn var ekki á sama máli. 9 karl­ar og 3 kon­ur skipa kviðdóm­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú hefur fengið starf sem krefst mikillar ábyrgðar og elju af þinni hálfu. Skilyrðin eru hagstæð á næstunni til að blómstra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú hefur fengið starf sem krefst mikillar ábyrgðar og elju af þinni hálfu. Skilyrðin eru hagstæð á næstunni til að blómstra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son