Heath Ledger látinn

00:00
00:00

Ástr­alski leik­ar­inn Heath Led­ger fannst lát­inn í íbúð í Sohohverfi á Man­hatt­an í New York í dag. Led­ger var 28 ára gam­all og var árið 2005 til­nefnd­ur til Óskar­sverðlauna fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Brokeback Mountain.

Kona sem starfaði við þrif í íbúðinni kom að leik­ar­an­um og var hann úr­sk­urðaður lát­inn eft­ir að björg­un­ar­menn komu á staðinn. Frétta­stof­an AP hef­ur eft­ir lög­reglu að and­lát Led­ger teng­ist hugs­an­lega lyfja­notk­un en tölfur munu hafa fund­ist við líkið. Að sögn blaðsins New York Times á leik­kon­an Mary-Kate Ol­sen íbúðina sem Led­ger fannst í.

Heath Led­ger flutti frá Ástr­al­íu til Hollywood þegar hann var 19 ára og hann fékk fljót­lega hlut­verk í mynd­inni sem Mel Gi­b­son leik­stýrði og lék aðal­hlut­verkið í. Led­ger lék síðan meðal ann­ars í kvik­mynd­un­um Mon­ster's Ball og A Knig­hts Tale og  hann hafði tekið að sér hlut­verk í kvik­mynd­inni The Dark Knig­ht, sem er fram­hald kvik­mynd­ar­inn­ar Batman Beg­ins

Led­ger kynnt­ist eig­in­konu sinni, leik­kon­unni Michelle Williams árið 2005 við tök­ur á mynd­inni Brokeback Mountain. Þau eignuðust dótt­ur­ina Matildu, en skildu á síðasta ári.

Heath Ledger í hlutverki sínu í Brokeback Mountain.
Heath Led­ger í hlut­verki sínu í Brokeback Mountain. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Hinn eilífi logi í hjartanu (þessi sem lifir handan við tímatakmörk tilverunnar) brennur til að tjá sig. Farðu eftir eigin hyggjuviti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
2
Jill Man­sell
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Hinn eilífi logi í hjartanu (þessi sem lifir handan við tímatakmörk tilverunnar) brennur til að tjá sig. Farðu eftir eigin hyggjuviti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
2
Jill Man­sell
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver